Verslun
Leit
Lög og reglugerðir
VISA-bikarinn
visa-bikarinn-2005

Vegna fjölda fyrirspurna vill skrifstofa KSÍ koma eftirfarandi á framfæri:

Leikmanni sem leikur með félagi A í VISA-bikarnum og hefur síðan félagaskipti í félag B er heimilt að leika með nýja félaginu í bikarkeppninni.

Ekkert í reglugerðum KSÍ bannar slíkt.

Hið sama á við í bikarkeppnum yngri flokka.

Dæmi um hið gagnstæða má finna á Englandi, þar sem leikmaður getur aðeins leikið með einu félagi í bikarkeppninni (á ensku: Cup-tied). Þetta á ekki við hér á landi.