Valmynd
Flýtileiðir
18. júlí 2001
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að skipa fimm aðila í lækna- og heilbrigðisnefnd, sem er ný nefnd innan sambandsins. Í nefndina voru skipaðir læknarnir Sigurjón Sigurðsson, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Böðvar Örn Sigurjónsson, Einar Jónsson og Sveinbjörn Brandsson, auk sjúkraþjálfarans Gunnars Sverrissonar.