Verslun
Leit
Lög og reglugerðir
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt
5_flokkur_Breidablik_2006

Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót 7 manna liða í 5. flokki og yngri hefur verið breytt þannig að markamismunur ákvarðar ekki lengur röð liða, heldur einungis fjöldi stiga.  Í þessum flokkum ákvarðast nú röð liða í stöðutöflu samkvæmt neðangreindu:

  • a.  Fjöldi stiga.
  • b.  Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum liða með sömu stigatölu.
  • c.  Hlutkesti.

Breytingin tók gildi frá og með ársþingi KSÍ 8. febrúar síðastliðinn.