Tillögur um breytingar á reglugerð kynntar - Uppfært
Lög og reglugerðir
PEPSI KK 2015 Breiðablik - Fjölnir
Í samræmi við samþykktir 68. og 69. ársþings KSÍ hefur verið unnið að tillögum um breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Um viðamiklar breytingar er að ræða og ákvað stjórn KSÍ því að halda kynningarfundi um tillögurnar sem hér segir.
Þriðjudagur 26. janúar kl. 17:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli - fulltrúar KSÍ verða Haukur Hinriksson, Klara Bjartmarz, Gísli Gíslason og Örn Gunnarsson.
Miðvikudagur 27. janúar kl. 17:00 í KA-heimilinu á Akureyri - fulltrúar KSÍ verða Haukur Hinriksson og Örn Gunnarsson
Aukakynningarfundur: Miðvikudagur 3. febrúar kl. 17:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.