FIFA hefur opnað fyrir skráningu í umboðsmannapróf FIFA. Skráning fyrir árið 2026 er hafin og rennur út 6. mars næstkomandi. FIFA býður upp á nokkra prófdaga og skráning fer fram í gegnum vef FIFA:
FIFA Agent Platform
Til þess að gerast skráður umboðsmaður hjá FIFA, þá þarf að standast sérstakt umboðsmannapróf. Rétt er að minna á breytingu sem orðið hefur á prófinu að KSÍ mun ekki hafa umsjón með prófinu heldur aðeins sjá um að staðfesta þátttöku þeirra sem sækja um að taka prófið. Vakin er athygli á því að boðið er upp á nokkra prófdaga.
Allar frekari upplýsingar um umboðsmannaprófið, prófreglur og lesefni fyrir prófið má finna á vefsvæði FIFA. Áhugasömum aðilium er bent á að kynna sér fyrirkomulagið vel en allar upplýsingar um prófið má finna hér.
Tengiliður hjá KSÍ vegna skráningar umboðsmanna og töku umboðsmannaprófs er Fannar Helgi Rúnarsson (
fannar@ksi.is).