Teknar voru fyrir tillögur mannvirkjanefndar um vallarleyfi á fundi stjórnar þann 26. mars. Stjórnin samþykkti 18 vallarleyfi í samræmi við tillögur nefndarinnar. Afgreiðslu vallarleyfa fjögurra keppnisvalla var frestað.
A-flokkur - Vallarleyfi
B-flokkur - Vallarleyfi
Fylkisvöllur og Stjörnuvöllur eru með vallarleyfi til 31.12.2020.
C flokkur - Vallarleyfi
Selfossvöllur, Þróttarvöllur, Varmárvöllur gervigras, Framvöllur og Grenivíkurvöllur eru með vallarleyfi til 31.12.2020.
Fjarðabyggðarhöllin, Torfnesvöllur – Afgreiðslu frestað. Staðfesta framkvæmdaráætlun vantar
Akraneshöllin og Boginn – Afgreiðslu frestað.
Á fundinum ræddi stjórn KSÍ einnig um tilskilda prófun á gervigrasvöllum skv. reglugerð um knattspyrnuleikvanga og samþykkti að krefjast ekki skila á prófunum á keppnistímabilinu 2020. “Hins vegar þurfa umræddar prófanir að liggja fyrir tímanlega áður en kemur að útgáfu vallarleyfa fyrir keppnistímabilið 2021“ eins og segir í fundargerð.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net