Verslun
Leit
8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna
Mótamál
Mjólkurbikarinn

Ljóst er hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna, en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ.

Afmælisbarnið Klói og Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MS sáu um að draga í 8-liða úrslitin, en þau fara fram dagana 15. og 16. júní næstkomandi.

8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna

ÍBV - FH

Víkingur R. - Selfoss

Þróttur R. - Breiðablik

Keflavík - Stjarnan