Verslun
Leit
Ljóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna
Mótamál
Mjólkurbikarinn

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í dag fara fram 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna, þrír leikir kl. 17:00 og einn kl. 19:00.

Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en það er leikur FH og KR annars vegar og Selfoss og Vals hins vegar.

Dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna 10. september, eða um leið og dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikars karla.

Liðin sem mætast:

FH - KR á Kaplakrikavelli kl. 17:00

Selfoss - Valur á JÁVERK-vellinum kl. 17:00

Þór/KA - Haukar á Þórsvelli kl. 17:00

ÍA - Breiðablik í Akraneshöllinni kl. 19:00