Verslun
Leit
Ægir meistarar í fjórðu deild karla
Mótamál

Ægir frá Þorlákshöfn varð á laugardaginn meistari í fjórðu deild karla, en liðið mætti Elliða í úrslitaleik deildarinnar.

Leikurinn fór fram í Egilshöll og endaði með 3-0 sigri Ægismanna. Garðar Logi Ólafsson, Stefan Dabetic og Ásgrímur Þór Bjarnason skoruðu mörk Ægis í leiknum.

Til hamingju Ægir!