Verslun
Leit
KA úr leik og Breiðablik í umspil í Sambandsdeild Evrópu
Mótamál
Evrópuleikir

Breiðablik tapaði með fimm mörkum gegn engu þegar liðið mætti belgíska liðinu Gent í Sambandsdeild UEFA ytra í kvöld, fimmtudagskvöld. 

Eins og tölurnar gefa til kynna voru Belgarnir sterkari aðilinn í leiknum og voru þeir með fjögurra marka forystu í hálfleik.  Lið Breiðabliks átti engu að síður ágætis spretti í leiknum og hefðu Blikar með smá heppni getað sett mark eða mörk, fengu meðal annars vítaspyrnu seint í leiknum, en hún fór forgörðum.

Sambandsdeildin á vef UEFA