Í dag, föstudag, fer fram lokaumferðin í Bestu deild kvenna þar sem Valur tekur á móti Íslandsmeistaraskildinum. Eins og undanfarin ár velja leikmenn í Bestu deildinni besta og efnilegasta leikmann deildarinnar ásamt því að velja besta dómarann. Í fyrra var bryddað upp á þeirri nýjung að afhjúpa hvaða fjórir leikmenn voru efstir í kjörinu áður en lokaumferðin fer fram og ákveðið var að gera það einnig í ár. Hér að neðan má finna nöfn þeirra leikmanna sem voru efstir eftir að kosningu lauk (nöfn leikmanna eru í stafrófsröð). Öll verðlaunin verða afhent í aðdraganda leikja kvöldsins.
Besti leikmaður Bestu deildar kvenna (efstu fjórar)
Efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna (efstu fjórar)
Verðlaun til besta og efnilegasta leikmanns efstu deildar kvenna, „Flugleiðahornin“, voru fyrst afhent 1994. Þá var Katrín Jónsdóttir valin efnilegasti leikmaðurinn og Margrét Ólafsdóttir valin besti leikmaður deildarinnar.