Verslun
Leit
Besti dómarinn í Bestu deild karla 2024
Mótamál
Besta deildin
Í dag, sunnudag, fór fram lokaumferð í Bestu deild karla þar sem Breiðablik tók á móti Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Víkingi R.

Eins og undanfarin ár velja leikmenn í Bestu deildinni besta og efnilegasta leikmann deildarinnar ásamt því að velja besta dómarann.


Besti dómarinn í Bestu deild karla 2024 er Pétur Guðmundsson, en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, afhenti honum verðlaunin á föstudag í höfuðstöðvum KSÍ.