Verslun
Leit
Breiðablik Lengjubikarsmeistarar kvenna!
Mótamál

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er Lengjubikarsmeistari kvenna 2019 eftir 3-1 sigur gegn Val, en leikið var á Eimskipsvellinum í Laugardal.

Kristín Dís Árnadóttir kom Breiðablik strax í 1-0 eftir þrjár mínútur. Næsta mark leiksins kom í upphafi síðari hálfleiks þegar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði fyrir Blika. Breiðablik skoraði svo sjálfsmark þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Karólína Lea skoraði annað mark sitt á 90. mínútu og innsiglaði sigur Breiðabliks.

Til hamingju Breiðablik!