Verslun
Leit
Ljóst hvaða liðum íslensku liðin mæta í Sambandsdeildinni
Mótamál
Evrópuleikir

Mynd: Mummi Lú

Breiðablik vann 1-0 sigur gegn írska liðinu Samrock Rovers í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Damir Muminovic skoraði eina mark leiksins með góðu skoti eftir aukaspyrnu á 39. mínútu leiksins. Heimamenn náðu ekki að jafna leikinn áður en liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Heimamönnum tókst ekki að koma boltanum í mark Blika þrátt fyrir að hafa yfirhöndina í síðari hálfleik.

Liðin mætast aftur á Kópavogsvelli þann 18. júlí kl. 19:15. Sigurvegarar úr einvíginu mæta FC Kaupmannaöfn í næstu umferð keppninnar.