Verslun
Leit
KA úr leik og Breiðablik í umspil í Sambandsdeild Evrópu
Mótamál
Evrópuleikir

Breiðablik tekur á móti Struga FC frá Norður Makedóníu í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag, fimmtudag.

Blikar eru í góðri stöðu eftir fyrri leik liðanna þar sem þeir unnu 0-1 sigur. Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik verður fyrsta karlaliðið á Íslandi til að spila í riðlakeppni í Evrópukeppni vinni þeir einvígið.

Leikurinn hefst klukkan 16:45 á Kópavogsvelli og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.