Dregið verður í 16-liða úrslit fótbolta.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda karla, föstudaginn 27. júni kl. 12.00 í höfuðstöðvum KSÍ. Fulltrúar Fótbolta.net mæta á svæðið og draga með fulltrúa KSÍ. Jafnframt verður Fótbolti.net með beina textalýsingu.
Öllum leikjum nema einum í 32-liða úrslitum er lokið en KFS og Vængir Júpiters mætast mánudaginn 7. júlí.
Hér að neðan eru liðin sem verða í pottinum og koma þau ur 2., 3. og 4. deild.