Verslun
Leit
Dregið í forkeppni Meistaradeildarinnar í Futsal
Mótamál
Evrópuleikir
Futsal

Dregið var í riðla í forkeppni Meistaradeildar UEFA í Futsal (karlar) í vikunni og var Ísbjörninn í pottinum.  Í forkeppninni er leikið í átta riðlum og fara leikirnir fram dagana 23.-28. ágúst.  Ísbjörninn leikur í A-riðli ásamt Kampuksen Dynamo frá Finnlandi, KMF Titograd frá Svartfjallalandi og Encamp frá Andorra.  Riðillinn fer fram í Svartfjallalandi.

Ísbjörninn er ríkjandi Íslandsmeistari karla í Futsal, en Íslandsmótið fór fram í byrjun árs.

Nánar um dráttinn og keppnina