Verslun
Leit
Sjónlýsing í boði í Meistarakeppni KSÍ
Mótamál
Futsal

Búið er að birta á vef KSÍ drög að leikjaniðurröðun í futsal 2024 – Meistaraflokki karla
10 lið eru skráð til leiks í meistaraflokki karla. Gert er ráð fyrir að keppni hefjist sunnudaginn 19. nóvember.

Frestur til að skila inn athugasemdum við leikjaniðurröðun er til föstudagsins 3. nóvember á netfangið hafsteinn@ksi.is.

Því miður verður ekki leikið í kvennaflokki.

Umsjónarfélög:
Leiknir/KB, Ísbjörninn, KFR og Uppsveitir.
Félög sem eru með umsjón leikja þurfa að staðfesta við KSÍ hvort núverandi tímar og dagsetningar leikja séu í lagi.
Umsjónarfélag ber að leggja til umsjónarmann með leikklukku og að aðstoða á annan hátt við framkvæmd mótsins í samráði við dómara.

Dómgæsla
Umsjón dómgæslu er í höndum KSÍ.

Futsal 2024:
Leikjaniðurröðun í Futsal 2024 á vef KSÍ
KSÍ áskilur sér rétt til að endurskoða riðlaskiptingu í heild sinni ef breytingar verða á þátttöku.