KSÍ hefur birt drög að leikjaniðurröðun í Futsal 2025 – Íslandsmóti meistaraflokka karla og kvenna innanhúss.
Frestur til að skila inn athugasemdum við leikjaniðurröðun er til föstudagsins 1. nóvember á netfangið gudnie@ksi.is.
Umsjónarfélög:
Félög sem eru með umsjón leikja þurfa að staðfesta við KSÍ hvort núverandi tímar og dagsetningar leikja séu í lagi. Umsjónarfélag ber að leggja til umsjónarmann með leikklukku og aðstoða á annan hátt við framkvæmd mótsins í samráði við dómara.
Dómgæsla:
Umsjón dómgæslu er í höndum KSÍ.
Fyrirkomulag mótsins:
Í meistaraflokki kvenna leika þrjú lið í einum riðli. Leiknar eru tvær umferðir.
Í meistaraflokki karla leika 13 lið í þremur riðlum. Í riðlakeppni mótsins eru leiknar tvær umferðir í hverjum riðli.
Mótið á vef KSÍ
KSÍ áskilur sér rétt til að endurskoða riðlaskiptingu í heild sinni ef breytingar verða á þátttöku.