Verslun
Leit
Tilslakanir á samkomutakmörkunum
Mótamál
Lengjubikarinn

FH er Lengjubikarmeistari karla árið 2022.

Liðið tryggði sér titilinn með 2-1 sigri á Víking R. í úrslitaleik mótsins. Víkingur tók forystuna strax á 10. mínútu þegar Helgi Guðjónsson skoraði. Matthías Vilhjálmsson jafnaði leikinn á 50. mínútu og FH tryggði sér svo sigurinn í uppbótartíma með marki frá Ástbirni Þórðarsyni.

Þetta er í sjöunda skiptið sem FH er Deildabikarmeistari, en síðast lyftu þeir titlinum árið 2014. Til hamingju FH!