Keppni í Bestu deild karla lauk seinustu helgina í október með hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn milli Víkings og Breiðabliks, þar sem Breiðablik hafði betur. Alls mættu 2.500 áhorfendur á leikinn og komust að sögn mun færri að en vildu, og er það jafnframt best sótti leikur deildarinnar í ár.
Meðalaðsókn að leikjum efri hluta Bestu deildar karla var 909 og vitanlega ræður aðsóknin að fyrrnefndum úrslitaleik miklu þar um. Næst best sótti leikur efri hlutans var viðureign Breiðabliks og Stjörnunnar, þar sem 1.234 manns mættu.
Í neðri hlutanum var besta mætingin á leik KR og Fram, eða 907, og meðalaðsókn á leiki neðri hlutans var 522.
Samanburður 2023 og 2024
Besta deild karla - Fyrri hluti
Besta deild karla - Efri hluti
Besta deild karla - Neðri hluti
Mynd: Mummi Lú.