Verslun
Leit
KA úr leik og Breiðablik í umspil í Sambandsdeild Evrópu
Mótamál
Evrópuleikir

Víkingur R. vann 3-0 sigur gegn danska liðinu Bröndby í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 

Mörk Víkinga skoruðu Nikolaj Hansen, Oliver Ekroth og Viktor Örlygur Andrason. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku fimmtudaginn 14. ágúst. Sigurvegari einvígisins mætir franska liðinu Starsbourg í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Á meðan Víkingur mætti Bröndby mætti Breiðablik Bosníska liðinu Zrinjski Mostar ytra í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Tobias Thomsen skoraði mark Blika. Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli fimmtudaginn 14. ágúst. Sigurvegari einvígisins mætir annað hvort Utrecht eða Servette í umspili um sæti í deilarkeppni Evrópudeildarinnar.