Verslun
Leit
Guðni Þór ráðinn til KSÍ
Mótamál
Skrifstofa

KSÍ hefur ráðið Guðna Þór Einarsson í starf á innanlandssviði skrifstofu KSÍ og mun hann hefja störf 1. október næstkomandi. Meginverkefni eru umsjón með félagaskiptum leikmanna, skráning samninga leikmanna og utanumhald með leikmannalistum. Guðni mun einnig sinna ýmsum málum í tengslum við umsýslu móta, auk annarra tilfallandi verkefna.

Guðni Þór hefur áralanga reynslu af því að starfa í knattspyrnuhreyfingunni, m.a. sem þjálfari í meistaraflokki og yngri flokkum, og sem verkefnastjóri knattspyrnudeildar HK, og mun sú reynsla nýtast honum og KSÍ vel.

KSÍ býður Guðna velkominn til starfa.