Verslun
Leit
Hafsteinn Steinsson til starfa á skrifstofu KSÍ
Mótamál

KSÍ hefur ráðið Hafstein Steinsson í starf á innanlandssviði skrifstofu KSÍ og mun hann hefja störf fljótlega. Meginverkefni eru tengd mótamálum og niðurröðun móta, félagaskiptum og mannvirkjamálum, auk afleysinga og annarra tilfallandi verkefna.

Hafsteinn hefur áralanga reynslu af því að starfa í knattspyrnuhreyfingunni, m.a. sem verkefnastjóri knattspyrnudeildar Fylkis í Árbæ, og mun sú reynsla nýtast honum og KSÍ vel.

KSÍ býður Hafstein velkominn til starfa.