Verslun
Leit
Íslensk lið á útivelli í Evrópumótum í vikunni
Mótamál
Evrópuleikir

Íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópumótum félagsliða karla í vikunni.  Íslands- og bikarmeistarar Víkings ríða á vaðið á þriðjudag þegar þeir mæta sænska stórliðinu Malmö ytra í forkeppni Meistaradeildarinnar, en seinni leikuriinn fer svo fram á Víkingsvelli viku síðar.  Víkingar hafa þegar farið í gegnum eina umferð forkeppninnar þar sem þeir unnu sigra gegn Levadia Tallinn og Inter Escaldes.

KR og Breiðablik hefja leik í undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag og byrja bæði á útivelli.  Breiðablik leikur í Andorra gegn UE Santa Coloma og KR mætir pólska liðinu Pogon Szczecin.  Seinni leikirnir fara fram viku síðar á Íslandi.

Mynd:  Mummi Lú.