Dregið hefur verið í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda karla. Drátturinn fór fram í höfuðstöðum KSÍ, nánar tiltekið í heiðursstúkunni á Laugardalsvelli. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ stýrði drættinum að venju og naut aðstoðar Jörundar Áka Sveinssonar setts framkvæmdastjóra KSÍ og Guðmundar Aðalsteins Ásgeirssonar fréttamanns Fótbolta.net.
Leikirnir í undanúrslitum
KFA - Tindastóll
Selfoss - Árbær
Undanúrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 21. september en úrslitaleikurinn sjálfur verður leikinn föstudagskvöldið 27. september á Laugardalsvelli.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.