Verslun
Leit
Miðar fyrir skírteinishafa á bikarúrslitaleiki
Mótamál
Mjólkurbikarinn

Í vikunni klárast 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla með tveimur leikjum.  KA og FH hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum.

Á fimmtudag tekur Víkingur R. á móti KR á Víkingsvelli og hefst sá leikur klukkan 20:00. Á föstudag tekur svo HK á móti Breiðabliki í Kórnum og hefst sá leikur einnig klukkan 20:00.

Dregið verður í undanúrslit í benni útsendingu á RÚV í hálfleik í viðureign HK og Breiðabliks.

Undanúrslitin fara fram 31. ágúst og 1. september og úrslitaleikurinn sjálfur verður spilaður 1. október á Laugardalsvelli.

Mjólkurbikar karla