Valmynd
Flýtileiðir
28. nóvember 2023
Leikur Breiðabliks gegn Maccabi Tel-Aviv í Sambandsdeild Evrópu hefur verið færður á Kópavogsvöll.
Leikurinn, sem fer fram fimmtudaginn 30. nóvember, átti upphaflega að fara fram á Laugardalsvelli eins og fyrri heimaleikir Breiðabliks í keppninni. Sökum vallaraðstæðna og veðurskilyrða hefur UEFA ákveðið að færa leikinn á Kópavogsvöll.
Leikurinn hefst klukkan 13:00 en átti upphaflega að hefjast klukkan 20:00.