Verslun
Leit
Ljóst hverjum Breiðablik, FH og Stjarnan mæta í Europa Conference League
Mótamál
Evrópuleikir

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dregið hefur verið í fyrstu umferð forkeppni Europa Conference League.

Leikirnir fara fram 8. og 15. júlí.

FH og Stjarnan drógust bæði gegn liðum frá Írlandi, FH gegn Sligo Rovers og Stjarnan mætir Bohemian FC. Þau leika bæði fyrri leik sinn á heimavelli þann 8. júlí.

Breiðablik mætir Racing FC Union Lëtzeburg frá Lúxemborg og fer seinni leikurinn fram á Kópavogsvelli 15. júlí.