Verslun
Leit
Markalaust jafnefli hjá Breiðablik gegn WFC Kharkiv
Mótamál
Evrópuleikir

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik gerði markalaust jafntefli við WFC Kharkiv í Meistaradeild kvenna, en leikið var í Úkraínu.

Þetta var þriðji leikur liðsins í riðlakeppninni og fengu bæði lið þarna sitt fyrsta stig. Í hinum leik riðilsins vann PSG 4-0 sigur gegn Real Madrid. PSG er því á toppi hans með níu stig eftir þrjá leik, Real Madrid í öðru með sex stig og svo WFC Kharkiv og Breiðablik með eitt stig hvort.

Liðin mætast á Kópavogsvelli eftir rúma viku, eða fimmtudaginn 18. nóvember og hefst leikurinn kl. 17:45.