Verslun
Leit
Meistaradeild Evrópu - 3-2 sigur hjá Breiðablik gegn Sparta Prag
Mótamál
Evrópuleikir

Breiðablik mætir Sparta Prag á fimmtudag í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liðin mættust 11. september á Kópavogsvelli og vann Breiðablik þann leik 3-2. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö marka Blika og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eitt.

Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á vef UEFA.

Vefur UEFA

Dregið verður í 16 liða úrslit mánudaginn 30. september.