Verslun
Leit
Mjólkurbikar kvenna - Undanúrslit fara fram á föstudag og laugardag
Mótamál
Mjólkurbikarinn

Miðasala á úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á milli Breiðabliks og Vals hefst mánudaginn, 22. ágúst, kl. 12:00.

Leikurinn fer fram laugardaginn 27. ágúst á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 16:00.

Miðasalan fer fram á vef tix.is og er hægt að kaupa miða í sæti með stuðningsmönnum Breiðabliks eða Vals.

Frítt er á leikinn fyrir 16 ára og yngri, en sækja þarf miða fyrir þau í miðasölukerfinu.

Tenglar inn á miðasöluna verða birtir á miðlum KSÍ og félaganna á mánudag.