Verslun
Leit
Miðar fyrir handhafa A og DE skírteina á úrslitaleik umspils í Lengjudeild karla
Mótamál
Lengjudeildin

Vestri og Afturelding mætast í úrslitaleik umspils í Lengjudeild karla á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september klukkan 16:00. Miðasala á leikinn er hafin og hægt er að tryggja sér miða á tix.is

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Hægt er að tryggja sér miða bæði á svæði stuðningsmanna Vestra og svæði stuðningsmanna Aftureldingar. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 2000 kr. fyrir 17 ára og eldri.

Tryggðu þér miða hér

Mótið á vef KSÍ