Þó segja megi (réttilega að margra mati) að knattspyrnuíþróttin sé íhaldssöm í grunninn þá er það engu að síður þannig að mótahald og skipulag móta er í stöðugri endurskoðun og þróun. Breytingar, smáar jafnt sem stórar, geta haft mikil áhrif á mótin og við breytingar verða jafnan til ýmsar áskoranir varðandi niðurröðun leikja og önnur viðfangsefnum mótamála sem takast þarf á við. Svo er einnig hjá KSÍ og áhugavert er að skoða þróun og breytingar á mótum meistaraflokka karla og kvenna síðustu árin.
2007
- 12 liða deild í 1. deild karla
2008
- 12 liða deild í Efstu deild karla
- 12 liða deild í 2. deild karla
- 10 liða deild í Efstu deild kvenna
- Liðin í efstu deild karla komu inn í 32-liða úrslitum og gátu mæst innbyrðis
2009 – 2012
2013
- Ný landsdeild bættist við í meistaraflokki karla. 10 liða 3. deild.
2014 - 2017
2018
- Þrjár deildir kvenna, þ.e. hætt með riðlaskipta 1. deild.
- Hætt að draga í töfluröð í meistaraflokki skv. ákvörðun mótanefndar í samráði við ÍTF (ekki í reglugerð). Félög fá númer sem henta best m.t.t. óska félaganna.
2019
- Fjölgað í 12 lið í 3. deild karla
2020 - 2021
2022
Nýtt fyrirkomulag í Efstu deild karla. Eftir hefðbundnar 22 umferðir er deildinni skipt í tvennt, efri og neðri hluta. Leikjum fjölgað um 5.
2023
- Nýtt fyrirkomulag í Efstu deild kvenna. Eftir hefðbundnar 18 umferðir er deildinni skipt í tvennt, 6 lið í efri hluta og 4 lið í neðri hluta. Leikjum fjölgaði um 3 í neðri hluta og 5 í efri hluta.
- Tekin upp úrslitakeppni fjögurra liða um 2. sæti í 1. deild karla sem endar með hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli.
- Tekin upp ný landsdeild í meistaraflokki karla. 10 liða 4. deild.
- 5. deild karla skipt í tvo 8-liða riðla. (9 lið í hvorum riðli 2023) Önnur lið leika í Utandeild KSÍ. – Utandeildin fór ekki fram í ár.
- Tekin upp bikarkeppni félaga í neðri deildum (Fótbolti.net bikarinn). 32-lið hafa þátttökurétt.