Verslun
Leit
Öruggur sigur hjá Breiðablik í Meistaradeild kvenna
Mótamál
Evrópuleikir

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann öruggan 7-0 sigur gegn KÍ frá Færeyjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn fór fram á Siauliai central stadium í Siauliai í Litháen. Breiðablik stjórnaði leiknum frá upphafi til enda og voru 5-0 yfir í hálfleik. Selma Sól Magnúsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Agla María Albertsdóttir skoruðu allar þrjár tvö mörk og Tiffany Janea Mccarthy skoraði eitt.

Liðið mætir Gintra frá Litháen á laugardaginn kl. 15:00 í úrslitaleik um sæti í næstu umferð undankeppninnar.