Verslun
Leit
Snæfell meistari í C-deild Lengjubikars karla
Mótamál
Lengjubikarinn
Snæfell fagnaði á dögunum sigri í C-deild Lengjubikars karla, en úrslitaleikur keppninnar fór fram í Grindavík.  Mótherji Snæfellinga voru liðsmenn GG og var jafnt eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, 1-1.  Snæfell komst yfir í fyrri hálfleik, en GG-liðar jöfnuði í þeim síðari.  Ekkert var skorað í framlengingunni og Snæfell hafði svo betur í vítaspyrnukeppni.