Valmynd
Flýtileiðir
13. apríl 2018
Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Mjólkurbikarnum og landsdeildum meistaraflokka. Þar með hefur leikjaskrá allra móta í meistaraflokki verið staðfest, nema í 4. deild karla og 2. deild kvenna.
Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning. Ef breytingar verða gerðar á einstökum leikjum verður það tilkynnt sérstaklega viðkomandi félögum með tölvupósti. Á vef KSÍ eru allar breytingar, sem gerðar eru eftir að mótin eru staðfest, merktar í rauðum lit í leikjalista.