Verslun
Leit
Svona verða undanúrslitin í Fótbolti.net bikarnum
Mótamál

Dregið var í undanúrslit í Fótbolti.net bikarnum á höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Í pottinum voru þrjú lið úr annarri deild og eitt úr þriðju deild.

Í undanúrslitum tekur Grótta á móti Víkingi Ó. og Tindastóll á móti Kormáki/Hvöt. Leikirnir fara fram laugardaginn 20. september.

Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 26. september á Laugardalsvelli.

Mótið á vef KSÍ