Á fundi stjórnar KSÍ þann 15. janúar sl. voru tillögur fjárhagsnefndar KSÍ vegna þáttökugjalda og ferðakostnaðar samþykktar. Þátttökugjöld ársins 2026 verða innheimt í tvennu lagi, fyrri hluti 1. febrúar og seinni hluti 1. nóvember.
Í dreifibréfi til félaga má finna yfirlit yfir gjöld vegna Íslandsmóts og annarra móta á vegum KSÍ árið 2026. Gert er ráð afslætti af þátttökugjöldum til aðildarfélaga þar sem hámarksafsláttur af þátttökugjaldi er 25%, en í yfirliti má sjá hver gjöldin eru miðað við 15% afslátt. Aðildarfélög fá afslátt af þátttökugjaldi með vísan til eftirfarandi þátta:
Á framangreindum fundi stjórnar KSÍ var jafnframt samþykkt að úthlutun greiðslna til aðildarfélaga
vegna leyfiskerfis KSÍ árið 2026 taki ekki breytingum frá árinu 2025.