Um helgina fóru fram 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna, sex leikir fóru fram á föstudag og tveir á laugardag. Dregið var í 8-liða úrslitin í beinni útsendingu á Stöð 2 sport að loknum síðustu leikjunum í 16-liða úrslitum. Á meðal leikja í 8-liða úrslitunum er viðureign ríkjandi Íslandsmeistara Vals við ríkjandi Mjólkurbikarmeistara Selfoss, sannkallaður stórleikur.
8-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Leikdagar 8-liða úrslitanna eru 11. og 12. ágúst næstkomandi og verður niðurröðun leikja staðfest fljótlega. Úrslitaleikurinn fer fram Laugardalsvelli laugardaginn 31. október.