Verslun
Leit
Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fara fram fimmtudaginn 31. janúar
Mótamál
Reykjavíkurmót karla

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla fara fram fimmtudaginn 31. janúar. Fjölnir og Fylkir mætast kl. 19:00 og KR og Valur kl. 21:00.

Báðir leikirnir fara fram í Egilshöll.

Athygli er vakin á því að ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma í leikjunum þá verður strax gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.

Úrslitaleikurinn fer svo fram mánudaginn 4. febrúar kl. 20:00, einnig í Egilshöll.

Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á SportTV.

Leikjaniðurröðun