Verslun
Leit
Úrslitaleikur Lengjubikars karla í B deild
Mótamál
Lengjubikarinn

Úrslitaleikir Lengjubikars karla og kvenna fara fram á laugardag og sunnudag.

Á laugardag fer fram úrslitaleikur Lengjubikars kvenna, en þar mætast Stjarnan og Þór/KA á Samsungvellinum kl. 16:00. Stjarnan vann Þrótt R. eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum á meðan Þór/KA vann 2-1 sigur gegn Breiðabliki.

Á sunnudag fer svo fram úrslitaleikur Lengjubikars karla, en þar mætast KA og Valur á Greifavellinum kl. 16:00. KA vann ÍBV í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum á meðan Valur vann 1-0 sigur gegn Víking R.

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.