Verslun
Leit
Valur mætir Slavia Praha
Mótamál
Evrópuleikir

Íslandsmeistarar Vals mæta Slavia Praha frá Tékklandi í annarri umferð Meistaradeild kvenna. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag.

Leikið er heima og heiman og sigurvegarinn úr viðureigninni fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikdagarnir eru 20/21 september annars vegar og hins vegar 28/29 september. Valur leikur fyrri leikinn á heimavelli.

Nánar um dráttinn á vef UEFA

Mynd:  Mummi Lú.