Verslun
Leit
KA úr leik og Breiðablik í umspil í Sambandsdeild Evrópu
Mótamál
Evrópuleikir

Valur og Víkingur R. leika seinni leiki sína í forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag.

Valur vann 3-0 sigur á Flora Tallinn í fyrri leik liðanna á N1-vellinum Hlíðarenda á meðan Víkingur R. vann 1-0 útisigur á FC Malisheva.

Leikur Flora Tallin og Vals hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og leikur Víkings R. og FC Malisheva kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Takist Val að slá út Flora Tallin mætir liðið FK Kauno Žalgiris frá Litháen eða Penybont FC frá Wales í næstu umferð.

Takist Víking R. að slá út FC Malisheva mætir liðið KF Vllaznia frá Albaníu eða BFC Daugavpils frá Lettlandi.

KA kemur inn í aðra umferð forkeppninnar og mætir þar Silkeborg frá Danmörku.