Verslun
Leit
Tilslakanir á samkomutakmörkunum
Mótamál

Valur tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla á sunnudag.

Í úrslitaleiknum mættust Valur og KR og fór leikurinn fram á Origo vellinum á Hlíðarenda. KR komst yfir á 17. mínútu með marki Kristjáns Flóka Finnbogasonar. Guðmundur Andri Tryggvason jafnaði leikinn um miðjan fyrri hálfleik og Patrick Pedersen bætti svo við þremur mörkum í síðari hálfleik og lokatölur 4-1 fyrir Valsmenn.

Þetta er annað árið í röð sem Valur er Reykjavíkurmótsmeistari í meistaraflokki karla.

Til hamingju Valur!