Verslun
Leit
Undanúrslitaleikur Víkings R. og KR verður 16. ágúst
Mótamál
Mjólkurbikarinn

Víkingur R. tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Mjólkurbikars karla með sigri á KR og munu því mæta KA á Laugardalsvelli 16. september.

Víkingar komust fljótt yfir í leiknum og voru komnir með tveggja marka forskot á 20. mínútu, KR náði að minnka muninn í seinni hálfleik en Víkingar bættu aftur við tveimur mörkum í lok leiksins og endaði leikurinn því 4-1 fyrir Víkingum.

Víkingur R. og KA hafa mæst fimm sinnum áður í bikarkeppni karla, af þeim viðureignum hafa Víkingar unnið tvær, KA unnið tvær og ein viðureign farið jafntefli.