Verslun
Leit
Víkingur R. sigurvegari í Meistarakeppni karla
Mótamál
Meistarakeppnin

Mynd: Paweł Cieślikiewicz

Meistarakeppni karla fór fram í gær á Víkingsvelli. Víkingur R. er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari og tóku þeir á móti Breiðablik sem lentu í öðru sæti í efstu deild karla á síðustu leiktíð.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Víkinga. Erlingur Agnarsson skoraði sigurmarkið á 23. mínútu leiksins.

Var þetta í fyrsta sinn sem Víkingur og Breiðablik mætast í Meistarakeppni KSÍ.