Verslun
Leit
Willum Þór Willumsson valinn efnilegastur í Pepsi deild karla
Mótamál

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Willum Þór Willumsson, úr Breiðablik, hefur verið valinn efnilegasti leikmaður Pepsi deildar karla fyrir tímabilið 2018, en það eru leikmenn sjálfir sem velja.

Willum hefur verið lykilmaður í liði Breiðabliks sem endaði í 2. sæti deildarinnar í ár.

Hann lék 19 leiki með liðinu í sumar og skoraði í þeim sex mörk.

Willum fær verðlaunin afhent á lokahófi liðsins í kvöld, laugardaginn 29. september.