Verslun
Leit
36 félög hafa skilað kjörbréfi fyrir ársþing KSÍ
Stjórn
Skrifstofa

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ verður haldinn laugardaginn 25. nóvember næstkomandi í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).  Gert er ráð fyrir að fundurinn hefjist kl. 11:00 og eru fulltrúar aðildarfélaga beðnir um að taka daginn frá.

Dagskrá er í undirbúningi og verður birt á vef KSÍ og send aðildarfélögum þegar nær dregur.  Ef aðildarfélög KSÍ hafa ábendingar um fundarefni eru þau hvött til þess að senda tölvupóst á media@ksi.is.