Verslun
Leit

Almennir miðaskilmálar KSÍ

Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, er þetta rétt dagsetning, rétt svæði, rétt tímasetning o.s.frv. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftirá. Einungis þeir sem hafa gilda miða fá aðgang að leikjum á Laugardalsvelli.

Hver miði gildir í tiltekið sæti og óheimilt er að hafa börn með sér í það sæti (kaupa verður sér miða fyrir barnið). Gildir ekki þegar sætaskipan er frjáls og svo er auglýst.

Þegar þú hefur keypt miða hjá KSÍ, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu, sbr. 16. gr. laga nr. 16/2016 um neytendasamninga, á miðanum hjá skrifstofu KSÍ (midasala@ksi.is).

Ef viðburður sá sem keyptur er miði á er haldinn innan 14 daga frá því að endurgreiðslubeiðni berst átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð.

Ekki er heimilt að áframselja miða með fjárhagslegum hagnaði. Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en aðstandenda viðburðar, þá áskilur KSÍ sér rétt til að ógilda miðann með öllu.

Ekki er heimilt að gefa, framselja eða nota miða frá KSÍ í markaðslegum tilgangi án heimildar KSÍ.

Miðahafar skulu fara í einu og öllu eftir reglum Laugardalsvallar. Þegar svo ber undir skulu miðahafar fara að fyrirmælum vallarstarfsmanna, starfsmanna KSÍ og UEFA og/eða FIFA. Þetta felur m.a. í sér að miðahafar samþykkja að:

  1. Framvísa gildum miða við inngang.
  2. Samþykkja leit við inngang, þ.m.t. líkamsleit og leit í munum í því skyni að tryggja öryggi áhorfenda og framkvæmd leiksins.
  3. Fara í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda á Laugardalsvelli og fyrirmælum frá starfsmönnum og öðrum viðeigandi aðilum, s.s. lögreglu. Vallarreglur má finna hér (linkur).

Ekki er heimilt að fara inn á gras eða á aðra staði sem er almenningi óviðkomandi.

Ekki er heimilt að sýna af sér háttsemi sem felur í sér mismunun eða fordóma.

KSÍ vinnur með persónuupplýsingar í samræmi við lög. KSÍ áskilur sér rétt til að nota hvers konar myndefni og hljóðupptökur af leikjum í kynningarefni. Persónuverndarstefnu KSÍ má nálgast hér.

Ekki er heimilt að taka upp mynd- eða hljóðefni á leikjum án leyfis KSÍ í öðrum tilgangi en til persónulegra nota.

KSÍ áskilur sér rétt til að ógilda miða með öllu ef einstaklingur gerist sekur um brot á skilmálum þessum eða öðrum reglum sambandsins og Laugardalsvallar. Gerist miðahafi sekur um brot sem varða lög eða viðurlög í garð KSÍ verður sá og hinn sami látinn sæta ábyrgð í samræmi við lög og reglur. KSÍ áskilur sér rétt til að banna viðkomandi á leikjum sambandsins.

Skilmálar þessir gilda frá og með 30. maí 2025.